Íslandsmet í 4x100m fjórsundi kvenna
18.11.2017
Til bakaÚrslitum 4. hluta á ÍM25 er nú lokið og við fengum mörg hörkuspennandi sund.
Helsta afrek kvöldsins var Íslandsmet SH kvenna í 4x100m fjórsundi sem syntu greinina á 4:13, 88 en gamla metið var 4:14,82. Sveit SH skipuðu þær Katarína Róbertsdóttir, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir og Jóhanna Elín Guðmundsdóttir. Ægiskonur áttu metið sem var orðið ársgamalt.
Ráslistar 5. hluta, undanrása sunnudags, eru aðgengilegir á úrslitasíðu mótsins:
https://www.swimrankings.net/services/CalendarFile/19842/live/index.html