Beint á efnisyfirlit síðunnar

Íslandsmet hjá Hrafnhildi - Aron og Kristinn á EM

19.11.2017

Síðasti dagur ÍM25 í Laugardalslaug var virkilega viðburðaríkur og skemmtilegur.

Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti eigið Íslandsmet í 50m bringusundi þegar hún sigraði í úrslitum á tímanum 30,42 sek sem var bæting um 5/100 úr sekúndu á gamla metinu, sem hún setti á HM25 í fyrra. 

Aron Örn Stefánsson úr SH náði EM lágmarki í morgun. Hann náði lágmarkinu í 100m skriðsundi með tímann 48,89. Lágmarkið er 49,67 og Aron í hörkuformi.

Kristinn Þórarinsson úr Ægi lét sitt svo ekki eftir liggja og tryggði sér farseðilinn á EM með 100m fjórsundi á tímanum 55,04 en lágmarkið er 55,83 sekúndur.

Þá láðist að nefna að í gær setti Piltna- og stúlknasveit SH met í 4x100m fjórsundi í blönduðum flokki. Sveitin synti á 4:19,80 sek. Metið er fyrsta sinnar tegundar í þessum flokki. Sveitina skipuðu þau Katarína Róbertsdóttir, Sunna Svanlaug Vilhjálmsdóttir, Jökull Ýmir Guðmundsson og Kári Sölvi Nielsen.

Á uppskeruhátíðinni verður svo tilkynnt hverjir hafa náð lágmörkum á NM, EM25 og í Tokyo 2020 æfingahópinn og verður það birt í annarri frétt síðar.

Til baka