Fréttir af Írisi og Þresti
Þröstur Bjarnason og Íris Ósk Hilmarsdóttir, sundmenn ÍRB, kepptu með háskólanum sínum McKendree University á sterku móti í Indianapolis helgina 17. – 19. nóvember.
Mótið var mjög fjölmennt og voru um 70-100 sundmenn í hverri grein.
Íris Ósk keppti í 100y og 200y baksundi og 200y fjórsundi. Hún náði í C-úrslit í 100y baksundi og B-úrslit í 200y baksundi og lauk keppni í 12. sæti í þeirri grein. Hún var einnig B-sveitum skólans í boðsundum.
Þröstur keppti í 200y, 500y og 1650y skriðsundi. Hann náði fínum árangri á mótinu. Náði í B-úrslit í 200y skriðsundi og lauk keppni í 13. sæti. Hann náði í A-úrslit í 500y skriðsund og varð sjöundi. Hann var svo í A-úrslitum í 1650y skriðsundi og hreppti annað sætið. Í sundinu bætti hann einnig 1000y tímann sinn um 9 sekúndur og synti þá vegalengd á 9:20,87. Þröstur er nú kominn með tvö B-lágmörk, í 1000y og 1560y skriðsundi, á NCAA mótið í vor. Hann átti sjötta besta árangurinn á mótinu og var með tvö bestu sundin í sínu liði.
Þröstur var einnig í A-sveit í boðsundum og náði liðið hans 3. sæti í 4x200y skriðsundi og 1. sæti í 4x100y skriðsundi.