NM 2017 1-3. desember
Norðurlandameistaramótið í sundi er haldið í Laugardalslaug dagana 1-3. desember nk. Sundsamband Íslands er framkvæmdaraðili mótsins en mótið fer á milli landa, milli ára, sem eru fullgildir meðlimir í Norræna Sundsambandinu, NSF.
Mótið hefst eins og fyrr segir föstudaginn 1. desember og lýkur sunnudagskvöld 3. desember. Mótið er skipt í undanrásir og úrslit og stigakeppni í unglingaflokki og fullorðinsflokki.
199 keppendur eru skráðir á mótið og rúmlega 40 manns sem fylgja, þ.e. þjálfarar og liðsstjórar.
Keppendalisti og dagskrá hafa verið birt á upplýsingasíðu NM 2017.
Takið eftir að upphaflega áttu úrslitahlutar að hefjast kl. 17:30 en hafa nú verið færðir fram um klukkutíma, þar sem hlutarnir kláruðust of seint. Úrslitin hefjast því kl.16:30 og lýkur um 19:00.