Beint á efnisyfirlit síðunnar

Davíð Hildiberg með Norðurlandameistaratitil

01.12.2017

Þá er fyrsta úrslita hluta á Norðurlandameistaramótinu í sundi lokið.

Ísland tryggði sér einn Norðurlandameistartitil í kvöld í aldursflokknum 18 ára og eldri. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson bætti sinn tíma í 100m baksundi og synti til sigurs á tímanum 53:91, glæsilegur árangur hjá honum.

Sunneva Dögg Robertson tryggði sér þriðja sætið í 200m skriðsundi í aldursflokknum 18 ára og eldri, það gerði Eydís Ósk Kolbeinsdóttir einnig í 800m skriðsundi en hún synti í fyrsta skiptið undir 9 mínútum.

Danir urðu sigursælastir í kvöld ásamt Svíum. Fyrsti dagurinn hefur gengið mjög vel og allir spenntir fyrir helginni. Undanrásir hefjast aftur í fyrramálið kl 9:00 og úrslit kl 16:30.

Nánari úrslit af mótinu má finna hér : https://www.swimrankings.net/services/CalendarFile/20014/live/index.html

 
Til baka