Fyrsta embættisverk hjá nýjum íþróttamálaráðherra?
01.12.2017Lilja Dögg Alfreðsdóttir mætti í Laugardagslaug í dag og afhenti verðlaun á Norðurlandameistaramótinu. Lilja sem tók við embætti mennta- og menningarmálaráðherra í gær lét það verða eitt sitt fyrsta embættisverk eftir lyklaskipti og ríkisstjórnarfund í dag að koma í laugina. Í fylgd með henni voru Ásta Magnúsdóttir og Eysteinn Alfreð Magnússon sonur Lilju sem einnig fékk að prófa að hengja verðlaunapeninga á norræna sundfólkið.