Beint á efnisyfirlit síðunnar

Þrjú íslensk brons í úrslitum í dag

02.12.2017

Öðrum úrslitahluta NM 2017 var rétt í þessu að ljúka. Íslendingar hlutu 3 bronsverðlaun til að bæta við gullið hans Davíðs í gær. Úrslit okkar fólks í kvöld:

Bryndís Bolladóttir komst á pall í 100m skriðsundi þegar hún varð þriðja á tímanum 56,92.

Inga Elín Cryer synti 100m flugsund á 1:03,60 og hafnaði í 5. sæti.

Ágúst Júlíusson synti 100m flugsund 54,63 og endaði í 4. sæti.

María Fanney Kristjánsdóttir og Eydís Ósk Kolbeinsdóttir syntu 400m fjórsund. María Fanney endaði í 5. sæti á tímanum 4:57,98 og Eydís Ósk varð hreppti bronsið á tímanum 4:56,49.

Patrik Viggó Vilbergsson synti 400m fjórsund á 4:35,83 sem skilaði 8. sætinu.

Davíð Hildiberg Aðalsteinsson lauk keppni í einstaklingsgreinum dagsins þegar hann varð fjórði í 50m baksundi á tímanum 25,30.

í 4x200m skriðsundi kvenna 13-16 ára synti íslenska sveitin á tímanum 8:37,40 og endaði í 4. sæti. Sveitina skipuðu þær Kristín Helga Hákonardóttir, Ragna Sigríður Ragnarsdóttir, Adele Alexandra Pálsson og Jóhanna Elín Guðmundsdóttir.

Í sömu grein í flokki 17 ára og eldri náði íslenska sveitin í brons á tímanum 8:31,80. Sveitina skipuðu þær Bryndís Bolladóttir, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, María Fanney Kristjánsdóttir og Sunneva Dögg Robertson.

Karlamegin var einungis íslenska liðið einungis með sveit í flokki 18 ára og eldri. Þeir enduðu í fjórða sæti á tímanum 7:47,61. Sveitina skipuðu þeir Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Huginn Hilmarsson, Patrik Viggó Vilbergsson og Brynjólfur Óli Karlsson.

Góður dagur í lauginni búinn og við tekur hvíld fyrir síðasta daginn. Undanrásir hefjast kl. 9:00 og úrslit kl. 16:30. 

Við lok mótsins á morgun verða svo veitt verðlaun í stigakeppni landanna, en veitt eru verðlaun fyrir juniorflokk annarsvegar og seniorflokk hinsvegar.
Þá hlýtur það sundfólk með besta árangur innan síns aldursflokks skv. stigatöflu FINA, verðlaun.

Myndir með frétt

Til baka