Þrjú íslensk brons í úrslitum í dag
Öðrum úrslitahluta NM 2017 var rétt í þessu að ljúka. Íslendingar hlutu 3 bronsverðlaun til að bæta við gullið hans Davíðs í gær. Úrslit okkar fólks í kvöld:
Bryndís Bolladóttir komst á pall í 100m skriðsundi þegar hún varð þriðja á tímanum 56,92.
Inga Elín Cryer synti 100m flugsund á 1:03,60 og hafnaði í 5. sæti.
Ágúst Júlíusson synti 100m flugsund 54,63 og endaði í 4. sæti.
María Fanney Kristjánsdóttir og Eydís Ósk Kolbeinsdóttir syntu 400m fjórsund. María Fanney endaði í 5. sæti á tímanum 4:57,98 og Eydís Ósk varð hreppti bronsið á tímanum 4:56,49.
Patrik Viggó Vilbergsson synti 400m fjórsund á 4:35,83 sem skilaði 8. sætinu.
Davíð Hildiberg Aðalsteinsson lauk keppni í einstaklingsgreinum dagsins þegar hann varð fjórði í 50m baksundi á tímanum 25,30.
í 4x200m skriðsundi kvenna 13-16 ára synti íslenska sveitin á tímanum 8:37,40 og endaði í 4. sæti. Sveitina skipuðu þær Kristín Helga Hákonardóttir, Ragna Sigríður Ragnarsdóttir, Adele Alexandra Pálsson og Jóhanna Elín Guðmundsdóttir.
Í sömu grein í flokki 17 ára og eldri náði íslenska sveitin í brons á tímanum 8:31,80. Sveitina skipuðu þær Bryndís Bolladóttir, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, María Fanney Kristjánsdóttir og Sunneva Dögg Robertson.
Karlamegin var einungis íslenska liðið einungis með sveit í flokki 18 ára og eldri. Þeir enduðu í fjórða sæti á tímanum 7:47,61. Sveitina skipuðu þeir Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Huginn Hilmarsson, Patrik Viggó Vilbergsson og Brynjólfur Óli Karlsson.
Góður dagur í lauginni búinn og við tekur hvíld fyrir síðasta daginn. Undanrásir hefjast kl. 9:00 og úrslit kl. 16:30.
Við lok mótsins á morgun verða svo veitt verðlaun í stigakeppni landanna, en veitt eru verðlaun fyrir juniorflokk annarsvegar og seniorflokk hinsvegar.
Þá hlýtur það sundfólk með besta árangur innan síns aldursflokks skv. stigatöflu FINA, verðlaun.