Danir og Finnar Norðurlandameistarar
Norðurlandameistaramótinu í sundi lauk fyrr í kvöld. Mótið var haldið í Laugardalslaug með rúmlega 200 þátttakendum frá 9 löndum.
Íslenska liðið átti nokkra einstaklinga í úrslitum í kvöld og fjórar boðsundssveitir en hér fyrir neðan má sjá hvernig þeim gekk.
Katarína Róbertsdóttir – 200m baksund. Endaði sjöunda í senior flokknum á tímanum 2:19,10.
Brynjólfur Óli Karlsson – 200m baksund. Endaði áttundi í junior flokknum á tímanum 2:04,13.
Karen Mist Arngeirsdóttir – 200m bringusund. Endaði fimmta í senior flokknum á tímanum 2:35,76.
Sunna Svanlaug Vilhjálmsdóttir – 200m bringusund. Endaði sjötta í senior flokknum á tímanum 2:36,30.
Bryndís Bolladóttir – 400m skriðsund – Endaði í þriðja sæti í senior flokknum á tímanum 4:20,43 eftir hörkubaráttu við hina dönsku Klöru Reeh sem kom í mark 1/100 úr sekúndu á undan henni.
Sunneva Dögg Robertson – 400m skriðsund – Endaði sjötta í senior flokknum á tímanum 4:22,76.
Patrik Viggó Vilbergsson – 400m skriðsund – Endaði í áttunda sæti í Junior flokkinum á tímanum 4:08,38.
Huginn Hilmarsson – 400m skriðsund – Endaði fjórði í Senior flokkinum á tímanum 4:07,83.
María Fanney Kristjánsdóttir – 200m flugsund – Endaði fjórða í Senior flokkinum á tímanum 2:23,19.
Junior sveit kvenna – 4x100m fjórsund – Endaði í sjötta sæti á tímanum 4:32,91. Sveitina skipuðu þær Adele Alexandra Pálsson, Brynhildur Traustadóttir, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Ragna Sigríður Ragnarsdóttir.
Senior sveit kvenna – 4x100m fjórsund – Endaði í fjórða sæti á tímanum 4:19,04. Sveitina skipuðu þær Katarína Róbertsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir, Inga Elín Cryer og Bryndís Bolladóttir.
Senior sveit karla – 4x100m fjórsund – Endaði í fimmta sæti á tímanum 3:49,89. Sveitina skipuðu þeir Brynjólfur Óli Karlsson, Sævar Berg Sigurðsson, Ágúst Júlíusson og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson.
Blönduð sveit karla og kvenna – 8x50m skriðsund. Greinin var ekki til stiga en gaf verðlaun. Sveitin endaði sjötta á tímanum 3:23,38. Hana skipuðu þau Brynjólfur Óli Karlsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, Bryndís Bolladóttir, Ágúst Júlíusson, Kristín Helga Hákonardóttir, Huginn Hilmarsson, Ragna Sigríður Ragnarsdóttir, Davíð Hildiberg Aðalsteinsson.
Í lok mótsins eru veitt verðlaun fyrir bestu afrek mótsins skv. stigatöflu FINA. Þá voru sigurliðin í stigakeppni liða krýnd Norðurlandameistarar.
Besta afrek kvenna 13-16 ára
Karoline Barrett – Danmörk
50m skriðsund
25,14 sek
789 FINA stig
Besta afrek kvenna 17 ára og eldri
Anna Brandt Nielsen – Danmörk
50m baksund
27,76 sek
790 FINA stig
Besta afrek karla 14-17 ára
Oskar Lindholm – Danmörk
1500m skriðsund
15:07,25
816 FINA stig
Besta afrek karla 18 ára og eldri
Oli Mortensen – Færeyjar
1500m skriðsund
15:02,27
830 FINA stig
Stigakeppni liða:
Junior | Senior | |||
FINAL POINT SCORE | ||||
Denmark | 364 | Finland | 342 | |
Sweden | 307 | Sweden | 318 | |
Norway | 290 | Denmark | 267 | |
Estonia | 125 | Iceland | 179 | |
Finland | 109 | Faroe Islands | 108 | |
Faroe Islands | 81 | Estonia | 98 | |
Lithuania | 41 | Lithuania | 77 | |
Iceland | 36 | Norway | 66 | |
Latvia | Na. | Latvia | 22 |