Hrafnhildur í úrslit á nýju Íslandsmeti
13.12.2017
Til bakaFyrsti úrslitahlutinn er nú í gangi á Evrópumeistaramótinu í 25m laug í Kaupmannahöfn.
Hrafnhildur Lúthersdóttir er fulltrúi okkar Íslendinga í þessum hluta en hún synti 50m bringusund í morgun á nýju Íslandsmeti 30,20 sek, sem var sjötti besti tíminn inn í undanúrslitin í greininni sem var að ljúka.
Hrafnhildur bætti um betur því hún synti á 30,03 sek og bætti metið frá því í morgun um 17/100 úr sekúndu! Hún varð þriðja í sínum riðli og með sjötta hraðasta tíma inn í úrslit sem verða seinna í dag!
Allt í beinni á RÚV.