Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ingibjörg Kristín bætti sig í 50m flugsundi

14.12.2017

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir hóf keppni á Evrópumeistaramótinu í 25m laug nú í morgun þegar hún synti 50m flugsund í undanrásum. Hún synti á 27,17 sek og bætti sig þar um 23/100 úr sekúndu en hún synti á 27,40 í fyrra. Ingibjörg synti greinina á 27,68 sek á Íslandsmeistaramótinu fyrir tæpum mánuði síðan og því greinilega að toppa á réttum tíma.

Íslendingar eiga svo eitt sund í viðbót í dag i undanrásum - 4x50m fjórsund í blönduðum kynjum um kl. 10 að íslenskum tíma

Til baka