Íslenska sveitin synti 4x50m fjórsund
14.12.2017
Til bakaÍslenska boðsundssveitin í 4x50m fjórsundi blönduðum kynjum synti í fyrri riðlinum í undanrásum nú rétt í þessu.
Sveitin synti á 1:45,45 og i 19. sæti. Síðasti tími inn í úrslit var 1:40,23.
Sveitina skipuðu þau Kristinn Þórarinsson (bak 25,16), Aron Örn Stefánsson (bringa 27,76), Ingibjörg Kristín Jónsdóttir (flug 26,81) og Eygló Ósk Gústafsdóttir (skrið 25,72).
Þá syndir íslenski hópurinn ekki meira í dag en á morgun verða þeir Aron Örn (50m skriðsund) og Kristinn Þórarinsson (200m fjórsund) í eldlínunni. Undanrásir hefjast kl. 8:30 að íslenskum tíma!
Úrslit dagsins verða svo í beinni á RÚV í dag kl. 16:00
*Uppfært* Eygló Ósk skráði sig úr 200m baksundi í fyrramálið.