SSÍ og Myrtha í samstarfi
14.12.2017SSÍ hefur gert styrktar- og samstarfssmaning við Myrtha, sem er fyrirtæki sem framleiðir sundlaugar og búnað tengdum þeim. Samningurinn, sem hefur verið í bígerð síðan árið 2012, gerir SSÍ kleift að beita sér markvissar og betur við að stuðla að frekari uppbyggingu sundlaugarmannvirkja á Íslandi. Myndirnar sýna Hörð J. Oddfríðarson formann SSÍ og Marcus Rötteger fulltrúa Myrtha ljúka samningum í morgun með undirritun.