Beint á efnisyfirlit síðunnar

Aron Örn bætti sig í 50m skriðsundi

15.12.2017

Aron Örn Stefánsson og Kristinn Þórarinsson eru fulltrúar Íslands í dag á EM25 í Kaupmannahöfn. Aron Örn var rétt í þessu að klára 50m skriðsund á tímanum 22,47 sek sem er bæting á hans besta tíma um 7/100 úr sekúndu. Hann hefur verið í góðu formi undanfarið en hann var líka að bæta sig á Íslandsmeistaramótinu í nóvember, þar sem hann synti á 22,54. Aron endaði jafn Pólverjanum Filip Wypych í 62. sæti i greininni og færist ört nær 8 ára gömlu Íslandsmeti Árna Más Árnasonar sem er 22,29.

Kristinn stingur sér svo til sunds í 200m fjórsundi á eftir. 

Myndir með frétt

Til baka