Aron Örn synti 100m skriðsund á EM25
16.12.2017
Til bakaAron Örn Stefánsson synti rétt í þessu 100m skriðsund á tímanum 49:02. Besti tími Arons er 48:89 sem hann synti á ÍM25 í nóvember s.l.
100m skriðsund er ótrúlega jafnt sund og þess má geta að fyrstu 26 sundmenn í morgun voru allir að synda á 47 plús sek og næstu 22 voru allir á 48 plús sek. En það þurfti að synda á 47:54 til að komast í undanúrslit í dag.