Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ingibjörg Kristín synti 50m skriðsund á EM25

17.12.2017

Ingibjörg Kristín synti rétt í þessu 50m skriðsundi á EM 25. Ingibjörg synti á tímanum 25,73 og var rétt við tímann sinn frá Íslandsmeistaramótinu í síðasta mánuði, 25,71. Besti tími Ingibjargar í greininni er 25,31. Ragnheiður Ragnarsdóttir á Íslandsmetið í greininni, 24,94.

Ingibjörg náði ekki inn í undanúrslit í dag en það þurfti að synda á 24,89 til að ná þar inn. Fyrstu 19 sunkonurnar voru allar að synda á 24 plús sek og þær sem voru í sætum 20 - 48 syntu allar á 25 plús sek, Það verður væntanlega mikil spenna í úrslitasundinu í þessari grein.

Til baka