Beint á efnisyfirlit síðunnar

Formaður ráðinn í hlutastarf hjá SSÍ

19.01.2018

Stjórn Sundsambands Íslands hefur ráðið Hörð J. Oddfríðarson formann SSÍ, í hlutastarf hjá sambandinu.  Ráðningin er tímabundin frá 1. janúar 2018 að telja.  Verkefni Harðar sem starfsmanns SSÍ verða tengd stefnumótun, uppbyggingu og fjáröflunum fyrir SSÍ og endurskiplagning daglegra verkefna hjá sambandinu.

Síðustu ár hefur legið fyrir að verkefni Sundsambandsins fara töluvert vaxandi, kröfur samfélagsins um betri og faglegri nálgun hafa aukist og samhliða betri árangri sundfólksins okkar á heimsvísu þarf að gera betur í grunnuppbyggingu sundíþróttahreyfingarinnar á Íslandi.  Stjórn SSÍ hefur frá síðasta sundþingi litið til mismundandi lausna á ofangreindu og niðurstaða hennar er að formaður sambandsins sé best til þess fallinn að koma þessum málum í viðunandi farveg.

Stjórn SSÍ býður Hörð velkominn til starfa og væntir mikils af honum í starfi næstu mánuði.

Nánari upplýsingar veitir Björn Sigurðsson gjaldkeri SSÍ í síma 6969400.

Til baka