ÆFUM 16. - 17. febrúar
Ragnar Guðmundsson fyrrum landsliðsmaður og Ólympíufari í sundi kom hingað til lands í dag frá Danmörku til að taka mjólkursýrumælingar á því sundfólki sem tók þátt og náði lágmörkum á NM, EM25 og Tokyo 2020 í desember s.l.
Ragnar vinnur mikið með sundmönnum, hlaupurum og þríþrautarfólki hjá fyrirtæki sínu Optimizar, hægt að skoða það nánar hér: http://optimizar.dk/forside.aspx
Þessar mælingar geta hjálpað þjálfurum að gera æfingar sundmanna markvissari,einstaklingsmiðaðari og árangursríkari.
Þeir sem hafa áhuga á að líta við í laugardalslauginni og sjá hvernig þetta fer fram, þá fer þetta fram í dag föstudag milli kl 16:00- 20:30 og á morgun laugardag milli kl 10:00 - 14:00.
Síðan mun Ragnar fara yfir mælingarnar með þjálfurum kl 16:00 á morgun laugardag.