Boðsundskeppni grunnskóla - ATH breytt staðsetning
Boðsundskeppni grunnskóla verður haldin þriðjudaginn 13. mars. 2018 í Ásvallalaug í Hafnarfirði
Mæting er kl 9:30 og mótið hefst kl 10:00.
Skráningar þurfa að berast í síðasta lagi föstudaginn 9.mars n.k.
Þar þarf að koma fram :
- Nafn skóla
- Hvort um sé að ræða 5.- 7 eða 8. – 10 bekkur
- Hversu mörg lið í hverjum aldursflokki.
Skráning fer fram á ingibjorgha@iceswim.is
Við munum einnig kynna krökkunum fyrir sundknattleik í hinum enda laugarinnar.
Alls tóku 512 keppendur frá 34 skólum þátt árið 2017, en það eru 12 fleiri skólar en tóku þátt 2015. Við viljum endilega halda þessari glæsilegu þróun áfram og hvetjum ykkur eindregið til að taka þátt í keppninni í mars.
Við viljum líka minna ykkur á það að hver skóli má senda fleiri en eitt lið í hvorum aldursflokk. Það eru 8 sundmenn í hverju liði, 4 strákar og 4 stelpur.
Keppnin fer svona fram:
Keppt verður á 4 -10 brautum og verður þetta útsláttarkeppni. Eftir að öll lið úr hverjum flokki hafa lokið keppni þá fara 9 hröðustu liðin áfram, síðan 6 og loks 3 lið.
Dagskráin er sem hér segir:
- 5.- 7 bekkur byrjar keppnina
- Síðan keppir 8. – 10 bekkur
- 9 hröðustu tímarnir úr 5. – 7 bekk keppa
- 9 hröðustu tímarnir úr 8.- 10 bekk keppa
- 6 hröðustu tímarnir úr 5. – 7 bekk keppa
- 6 hröðustu tímarnir úr 8. – 10 bekk keppa
- 3 hröðustu tímarnir úr 5. – 7 bekk keppa
- 3 hröðustu tímarnir úr 8. – 10 bekk keppa
Að lokinni keppni verður verðlaunaafhending.
Veitt eru þrenn verðlaun í hvorum aldursflokki ( 1. – 3. sæti) í lokakeppninni.
Sá skóli sem sigrar fær sæmdarheitið „Grunnskólameistari í sundi“.