Beint á efnisyfirlit síðunnar

Boðsundskeppni grunnskóla þriðjudaginn 13.mars í Ásvallalaug

06.03.2018

Nú er allt að gerast, vika í keppni, staðsetning klár, tímasetningar klárar og tveir þekktir kynnar mæta á svæðið.

 

Dagurinn byrjar með upphitun kl 9:30 í Ásvallalaug í Hafnarfirði og mótið sjálft byrjar kl 10:00.

Nú þegar hafa 20 skólar tilkynnt þátttöku og hlakka ég til að heyra í fleirum. Við erum að vonast til að það verði amk 35 skólar sem taka þátt en það er fjöldinn sem þarf til að bæta metið síðan í fyrra J

 

Við viljum líka minna ykkur á að hver skóli má senda fleiri en eitt lið í hvorum aldursflokki.  4 stelpur og 4 strákar eru í sama liði í hverjum aldursflokki og hver sundmaður syndir eina leið eða 25m.

 

Við munum einnig kynna fyrir ykkur sundknattleik, það er leikur sem flestir geta haft gaman af.

 

Skráningar þurfa að berast í síðasta lagi föstudaginn 9. mars n.k. 

Þar þarf að koma fram:

  • Nafn skóla
  • Hvort um sé að ræða 5. - 7 eða 8. – 10 bekkur
  • Hversu mörg lið í hverjum aldursflokki.

 

Skráning fer fram á ingibjorgha@iceswim.is

 

Hlakka til að heyra frá ykkur og endilega hvetjið ykkar skóla til þátttöku í þessu skemmtilega verkefni.

Til baka