Þröstur á meistaramóti í USA
14.03.2018
Til bakaÞröstur Bjarnason úr ÍRB æfir og keppir þessa mánuðina með McKendree skólanum í Bandaríkjunum, þar sem hann leggur stund á háskólanám.
Meistaramót NCAA í 2. deild hófst í dag í Greensboro í Norður Karólínu-fylki í Bandaríkjunum og keppir Þröstur í þremur greinum þar; 1000 yarda skriðsundi, 500 yarda skriðsundi og 1650 yarda skriðsundi. Hann er með 8., 9. og 15. besta tímann skráðann í sínum greinum á mótinu en hann verður einnig í A-sveitum í þremur boðsundsgreinum.
Netútsending og bein úrslit frá mótinu eru aðgengileg á tenglinum hér fyrir neðan: