Æfingabúðir á Tenerife
SSÍ fékk á dögunum styrk sem á að nota í undirbúning að YOG sem haldið verður í Buenos Aires í október.
Landsliðsnefnd og stjórn SSÍ hafa samþykkt að nota styrkinn til að fara í æfingabúðir til Tenerife í eina viku frá 29/5 -5/6 2018.
Það var einnig samþykkt að þeir sem hafa náð lágmörkum á NÆM eða EMU fara með í þessar æfingabúðir.
Þeir sem ná lágmörkum á NÆM, EMU eða á YOG á ÍM50 2018 fara einnig með með.
Þjálfari í æfingabúðunum verður Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir, hún verður einnig þjálfari á YOG í október, fararstjóri og aðstoðarþjáfari á Tenerife verður Bjarney Guðbjörnsdóttir.
SSÍ fékk úthlutað 4 sætum á YOG 2018 fyrir tvær stúlkur og tvo pilta.
Þeir sem hafa náð A-lágmarki á YOG 2018
- Snæfríður Sól Jórunnardóttir
Þeir sem hafa náð B-lágmarki á YOG 2018
- Jóhanna Elín Guðmundsdóttir
- Karen Mist Arngeirsdóttir
- Sunna Svanlaug Vilhjálmsdóttir
- Brynjólfur Óli Karlsson
- Katarína Róbertsdóttir
Þeir sem hafa náð lágmarki á NÆM 2018
- Kristín Helga Hákonardóttir
- Adele Alexandra Pálsson
- Patrik Viggó Vilbergsson
Nánari upplýsingar um lágmörk og viðmið finnið þið hér:
http://www.sundsamband.is/library/Sundithrottir/Lagmork-og-vidmid/SS%C3%8D%20vi%C3%B0mi%C3%B0%20og%20l%C3%A1gm%C3%B6rk%202017-2018%2026.8%202017%20endanleg%20%C3%BAtg%C3%A1fa.pdf