Beint á efnisyfirlit síðunnar

Karlasveit SH með Íslandsmet á ÍM50

21.04.2018

Öðrum degi á ÍM50 í Laugardalslaug lauk nú rétt í þessu.

Eitt Íslandsmet féll þegar karlasveit SH sigraði 4x100m fjórsund á tímanum 3:50,57. Þeir Kolbeinn Hrafnkelsson, Anton Sveinn McKee, Predrag Milos og Aron Örn Stefánsson skipuðu sveitina en SH-ingar áttu einnig eldra metið, sem var frá árinu 2014, 3:55,08.

Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Neptun synti undir EM50 lágmarki þegar hún sigraði 100m baksund en hún hafði þegar náð því fyrr á árinu.

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir úr SH synti undir B-lágmarki á YOG, Ólympíuleika Æskunnar í 100m þegar hún sigraði 100m skriðsund. Í sama sundi synti Kristín Helga Hákonardóttir úr Breiðabliki undir lágmarki á Norðurlandameistaramót Æskunnar, NÆM.

Sveinasveit SH í setti svo aldursflokkamet 11-12 ára þegar þeir syntu 4x100m fjórsund á tímanum 5:25,66 en gamla metið átti ÍRB. Það var frá árinu 2011, 5:44,84. Sveit SH skipuðu þeir Birnir Freyr Hálfdánarson, Adam Leó Tómasson, Bergur Fáfnir Bjarnason og Andri Már Kristjánsson.

Úrslitasíða, þar sem finna má ráslista og öll úrslit: https://www.swimrankings.net/services/CalendarFile/21317/live/index.html

Til baka