Frábær sumarvinna og möguleiki á skemmtilegri aukavinnu með skóla eða annari vinnu
Frábær sumarvinna og möguleiki á skemmtilegri aukavinnu með skóla eða annari vinnu
Okkur hjá hjá Stjörnunni vantar þjálfara/aðstoðarþjálfara í sumar til að vera annar tveggja þjálfara við sumarstarfið hjá okkur. Sunddeild Stjörnunnar er eitt af fyrirmyndarfélögum ÍSÍ og hefur aðstöðu í fjórum mannvirkjum Garðabæjar. Möguleiki er fyrir viðkomandi þjálfara að koma inn í vetrarstarfið hjá okkur þar sem deildin er í miklum uppgangi.
Starfssvið:
· Vera annar tveggja þjálfara að sjá um þjálfun á sumarnámskeiðum undir handleiðslu yfirþjálfara.
· Halda utan um iðkendaskrá og skrá mætingu.
· Halda utan um aðstoðarmenn frá unglingavinnunni í samstarfi við yfirþjálfara.
Hæfniskröfur:
· Reynsla af sundþjálfun.
· Menntun á sviði íþróttafræða.
· Sérhæfing í sundþjálfun er kostur.
· Góðir samskiptahæfileikar.
· Viðkomandi verður að geta unnið með börnum og unglingum og verið þeim góð fyrirmynd.
· Hreint sakavottorð.
Einnig er staða aðstoðarþjálfara laus til umsóknar og borgar félagið námskeiðsgjöld ÍSÍ/SSÍ.
Nánari upplýsingar veitir Friðbjörn yfirþjálfari, sund@stjarnan.is eða í síma 661-3210 (eftir kl. 17). Umsókn og ferilskrá skal skila á sund@stjarnan.is. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.