Sunddeild Aftureldingar leitar af yfirþjálfara
12.05.2018
Til bakaSunddeild Aftureldingar er í mikilli sókn og mikið uppbyggingarstarf á sér stað samhliða örum vexti Mosfellsbæjar.
Af því tilefni auglýsir félagið nú eftir metnaðarfullum einstaklingi í starf yfirþjálfara, til að halda vel utan um þann góða hóp iðkenda sem þegar er til staðar og fjölga iðkendum enn frekar. Deildin hefur aðstöðu í Lágafellslaug.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf haustið 2018.
Í starfinu er fólgin umsjón með öllum hópum sunddeildarinnar, allt frá kennslu byrjenda og yngri hópa, til þjálfunar iðkenda í afrekshópi.
Æskilegt er að viðkomandi hafi
- Menntun og reynslu á sviði íþrótta- og/eða sundþjálfunar.
- Reynslu og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði, drifkraft og sjálfstæði í starfi.
Áhugasamir, vinsamlega sendið tölvupóst á netfangið sund@afturelding.is.