Beint á efnisyfirlit síðunnar

Íslandsmót í sundknattleik og góðgerðarleikur

22.05.2018

Nú á fimmtudaginn, 24. maí, hefst alþjóðlegt mót í sundknattleik sem skipulagt er í kringum Íslandsmótið í sundknattleik, sem fram fer í Laugardalslaug.

Í fyrra var þetta fyrirkomulag reynt í fyrsta skipti og heppnaðist mjög vel. Í ár eru það 8 lið sem taka þótt í mótinu frá 5 löndum, að Íslandi frátöldu. 

Þetta árið er áhugavert verkefni í dagskránni en það er góðgerðarleikur milli meðlima þrekstöðvanna Mjölnis og 101 Granda. Sá leikur verður laugardaginn 26. maí kl. 18:15 en úrslitaleikur mótsins verður svo leikinn strax á eftir honum, kl. 19:00.

Rukkað verður 1000 kr. inn á góðgerðarleikinn en allar tekjur renna beint til sumarbúðanna í Reykjadal. Þar rekur Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra sumar- og helgardvalarstað fyrir fötluð börn og ungmenni.

Við hvetjum alla til að kíkja í Laugardalinn, horfa á kröftugt íþróttafólk prófa eina erfiðustu íþrótt heims og styrkja um leið gott málefni. 

Nánar hér: https://www.facebook.com/events/653364815055186/

Til baka