Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ármann Íslandsmeistari!

25.05.2018

Leikurinn um Íslandsmeistaratitilinn í sundknattleik fór fram í kvöld í Laugardalslaug. 

Lið SH og lið Ármanns kepptust um gullið en svo fór að Ármenningar stóðu uppi sem sigurvegarar eftir hörkuspennandi leik. Ármann hafði leitt mestallan leikinn og komst meðal annars í 3-0 í fyrsta leikhluta og 5-2 í hálfleik. SH-ingar duttu þá almennilega í gang og náðu að jafna í 7-7 þegar rúm mínúta var eftir af leiknum. Ármenningar náðu þó að setja eitt mark í viðbót og þar við sat, 8-7 í mögnuðum leik!

Leikurinn er partur af alþjóðlegu sundknattleiksmóti sem stendur nú yfir i Laugardalnum en þar eigast við 6 erlend lið, ásamt þeim íslensku. 

Úrslitaleikurinn á mótinu er kl. 19:00, laugardaginn 26. maí en þar á undan fer fram góðgerðarleikur Mjölnis og 101 Granda kl. 18:15. 

 

Til baka