NSF ágreiningur leystur
Ársþingi NSF, Norræna sundsambandsins, sem var frestað í Reykjavík 14. apríl síðastliðinn, eftir að þrjár þjóðir gerðu alvarlegan ágreining við hinar sex aðildarþjóðirnar um framhald á því góða samstarfi sem þjóðirnar hafa haft með sér í áratugi. Svo mikið bar í milli að þessar þrjár þjóðir (Svíþjóð, Noregur og Danmörk) gengu á dyr á miðju þingi í Reykjavík. Þær þjóðir sem eftir sátu (Ísland, Færeyjar, Finnland, Eistland og Lettland) sátu eftir og luku þeim þingstörfum sem hægt var miðað við aðstæður. Síðan var finnska fórmanninum, Sami Wahlman falið að setja saman tillögu að málamiðlun og kynna hana á framhaldsþingi NSF í Búdapest í dag.
Þetta gekk eftir og tillögur Sami samþykktar einróma. Breytingarnar sem gerðar eru á lögum NSF eru eftirfarandi:
1) Hlutverk NSF skýrt og einfaldað
2) Forsetaembættið er lagt niður og þess í stað kemur formaður sem eingöngu hefur hlutverk innávið í samtökunum, en kemur sem slíkur ekki fram út á við fyrir hönd þeirra eða þeirra landa sem eiga aðild að NSF
3) Skipt um formann á tveggja ára fresti í stað fjögurra áður
4) Réttindi og skyldur þjóða með fulla aðild og þjóða með aukaaðlid skýrðar og skilgreindar upp á nýtt
5) Sérstaklega kveðið á hvernig eigi að fara með fjármuni sem safnast með meðlimagjöldum
6) NSF þing verða í framtíðinni haldin að mestu í tengslum við aðra fundi sem sækja þarf - þ.e. LEN þing og FINA þing
7) Verkefni stjórnar skilgreind á betri hátt
8) Sett fram viðmið fyrir þá frá NSF löndunum, sem sitja í stjórnum og nefndum LEN og FINA
9) Sett regla um kostnaðarskiptingu milli landa þar sem það á við
Eftirfarandi þjóðir eru með fulla aðild að NSF:
Danmörk, Eistland, Finnland, Færeyjar, Ísland, Noregur og Svíþjóð
Eftirfarandi þjóðir eru með aukaðaild að NSF:
Lettland og Litháen
Mikil og góð eining ríkti á fundinum og allir sem tóku þátt í honum sýndu vilja og getu til að ná ásættanlegri niðurstöðu. Það tókst og í lokin þakkaði Hörður J Oddfríðarson fráfarandi forseti NSF fundarmönnum fyrir góðan fundi og afhenti Ulla Gustavsson formanni sænska sundsambandsins fundarhamar sem fylgir forystu NSF. Ulla tók við fundarstjórn og sleit fundi í góðri sátt allra.
Á myndunum er Hörður að afhenda Ulla hamarinn góða.