Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lágmörk og viðmið gefin út

10.07.2018

Lágmörk og viðmið hafa verið gefin út af SSÍ og er að finna hér Um er að ræða lágmörk og viðmið í öll landsliðsverkefni sem SSÍ stendur að eða tekur þátt í, ásamt upplýsingum um mótin sem stefnt er að fara á. Að auki eru lágmörk fyrir ÍM25 2018, ÍM50 2019 og AMÍ 2019.

Lámörkum á SSÍ mót er hægt að ná frá því að sama móti ársins á undan lýkur og fram að því að skráningarfresti á mótið lýkur, þó má tími aldrei vera eldri en 12 mánaða. 

Stjórn SSÍ samþykkti ofangreint á fundi sínum þann 23. júní s.l. og fól framkvæmdastjóra og formanni að ganga frá til birtingar. Nú er yfirferð þeirra lokið, en þau fengu ýmsa aðila til liðs við sig í þeirri vinnu með það að markmiði að bæklingurinn væri villulaus og nothæfur frá fyrsta degi. Það er von okkar hjá SSÍ að bæklingurinn komi að gagni og ef eitthvað er sem má betur fara er mikilvægt að láta framkvæmdastjóra SSÍ, Ingibjörgu Helgu Arnardóttur, vita með því að senda henni ábendingu á ingibjorgha@iceswim.is 

Myndir með frétt

Til baka