Beint á efnisyfirlit síðunnar

Keppni hófst á NÆM í morgun.

14.07.2018

Sundmennirnir okkar hófu öll keppni í Riga í morgun.  Adele Alexandra úr SH synti 800m skriðsund á tímanum 9:36.60 og endaði í 8 sæti. Patrik Viggó úr sunddeild Breiðabliks synti 1500m skriðsund á tímanum 16:40.21 og varð fimmti, Patrik einbeitti sér meira að 800m í sundinu en þar var hann að reyna við  YOG lágmark, synti á 8:44,66, en B -lágmarkið er 8:34,30. Kristín Helga úr sunddeild Breiðabliks synti 100m skriðsund á timanum 1:00.15 og endaði í 15 sæti. 

Þjálfari á NÆM er Bjarney Guðbjörnsdóttir frá Akranesi og  liðsstjóri er Hilmar Örn Jónason úr ÍRB.

 

Sundmennirnir halda áfram keppni í dag.

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu hér: 

http://swimming.lv/tiesraide/

https://www.swimrankings.net/services/CalendarFile/21447/live/

Til baka