Snæfríður Sól með annað Íslandsmet í dag
15.07.2018
Til bakaSnæfríður Sól kom rétt í þessu önnur í mark í 200m skriðsundi á Danska meistaramótinu á nýju Íslandsmeti 2:01,82, og bætti tímann sinn síðan í morgun.
Þetta er glæsilegur árangur hjá Snæfríði en á mótinu hefur hún náð tveimur A- lágmörkum og einu B-lágmarki á Ólympíuleika ungmenna, YOG sem haldið verður í Buenos Aires í október.