Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hafþór og Margrét sjósundskóngur og drottning 2018

26.07.2018

Íslandsmótið í víðavatnssundi fór fram í gær í Nauthólsvík en Hið íslenska Kaldavatnsfélag sér um framkvæmd mótsins í umboði SSÍ. Um 30 keppendur voru skráðir til leiks sem er örlítið færra en síðustu ár en það skrifast að öllum líkindum á veðrið, en það var hvassara og kaldara en hefur verið á þessu móti.

Keppt var í karla og kvennaflokkum í 1 km, 3 km og 5 km vegalengdum og aldursflokkum þar á milli. Þá voru sérflokkar fyrir þau sem syntu í neoprene göllum. 

Sigurvegarar 3 km án galla hljóta ár hvert titilinn Sjósundskóngur og Sjósundsdrottning og voru það Hafþór Jón Sigurðsson og Margrét J. Magnúsdóttir sem hlutu þá nafnbót í ár. Hafþór synti á 39:37 mín í flokki 16-25 ára og Margrét synti á 1:01:37 klst í flokki 40-49 ára. 

Heildarúrslit mótsins má sjá hér

Myndir frá mótinu birtast á Facebooksíðu Sundsambandsins innan tíðar

 

Til baka