Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton Sveinn inn í undanúrslit

03.08.2018

Anton Sveinn Mckee synti í morgun fyrstur Íslendinga á Evrópumeistaramótinu í sundi sem fram fer í Glasgow.  Anton Sveinn synti 100 metra bringusund í undanrásum á tímanum 1:00,90 sem er aðeins 0.37 sekúndum frá Íslandsmetinu hans, 1:00,53 sem hann setti í Kazan 2015.

Hann átti vel útfært sund, stífnaði aðeins upp í endann en sterk sundtök sem skiluðu honum í 17.sæti og inn í milliriiðla. 16 sundmenn ná inn í milliriðla, en þar sem það voru þrír Bretar í 16 efstu sætunum og aðeins tveir frá hverri þjóð sem fara upp í undanúrslitin þá á Anton sæti í undanúrslitum

Anton Sveinn var ánægður með árangurinn í morgun og ánægður með að þessi upphafspunktur í undirbúningi fyrir ÓL í Tókýó 2020 tókst svona vel. Þetta er aðeins í annað skipti sem hann syndir í 50 metra laug frá því hann hóf æfingar aftur eftir verðskuldaða hvíld í kjölfar ÓL í Ríó.

Evrópu- og heimsmetið í greininni á Adam Peaty frá Bretlandi, 0:57,13 sem hann setti svo eftirminnilega á ÓL í Ríó 2016. Adam kom fyrstur inn í milliriðla eftir sund morgunsins á tímanum 0:57,89.

Lágmörkin fyrir HM50 í Suður Kóreu á næsta ári eru: A 0:59,95 og B. 1:02,05

Til baka