Stjarnan leitar að sundþjálfara & aðstoðarþjálfara
21.08.2018
Til bakaStjarnan leitar að Sundþjálfara við yngri starf Sunddeildar Stjörnunnar. Frábær aukavinna með skóla eða annari vinnu. Í boði annaðhvort að vinna 2 eða 3 senniparta í viku (2,5 klst í senn). Góð laun fyrir rétta aðilann.
Starfssvið þjálfara:
- Þjálfun yngri hópa félagsins undir handleiðslu yfirþjálfara
- Halda utan um iðkendaskrá og skrá mætingu hjá sínum hópum
- Vera partur af góðri liðsheild þjálfara
Hæfniskröfur:
- Reynsla af sundíþróttinni
- Menntun á sviði íþróttafræða
- Sérhæfing í sundþjálfun er kostur
- Viðkomandi verður að geta unnið með unglingum og börnum og verið góð fyrirmynd.
- Hreint sakavottorð
Einnig erum við að bæta við okkur aðstoðarþjálfara
Starfssvið Aðstoðarþjálfara:
- Aðstoða við þjálfun yngri hópa félagsins undir handleiðslu þjálfara/yfirþjálfara.
- Vera partur af góðri liðsheild þjálfara.
Hæfniskröfur:
- Reynsla af sundíþróttinni
- Lágmarksaldur 18 ára
- Tilbúinn að sækja þjálfaranámskeið sem deildinn tekur kostnað af.
- Viðkomandi verður að geta unnið með unglingum og börnum og verið góð fyrirmynd.
- Hreint sakavottorð
Sunddeild Stjörnunnar er eitt af fyrirmyndarfélögum ÍSÍ. Þjálfun fer fram á fjórum laugum í Garðabæ (Mýrin, Sjáland, Álftanesi og Ásgarði).
Nánari upplýsingar veitir Friðbjörn yfirþjálfari, sund@stjarnan.is eða í síma 661-3210 (eftir kl.17). Umsókn og ferilskrá skal skila á sund@stjarnan.is. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.