Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sunddeild Breiðabliks leitar að þjálfara fyrir yngri iðkendur félagsins

22.08.2018

Sunddeild Breiðabliks leitar að þjálfara fyrir yngri iðkendur félagsins. Um er að ræða E og D hópa félagsins sem æfa í Salalaug í Kópavogi frá 3.september.  Reynsla af sundþjálfun og eða menntun í íþróttafræðum er kostur. Þjálfunin fer fram milli kl 16:00 – 17:00 á daginn, hægt er að færa tímasetningar aðeins til.

D – hópur er á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum,

E- hópur er á þriðjudögum og fimmtudögum.

Sunddeild Breiðabliks er með fjóra þjálfara í sínu þjálfarateymi og heldur úti öflugu starfi í Kópavogslaug og Salalaug.

Fyrirspurnir og umsóknir skal senda á netfangið blikarsund@gmail.com

Til baka