Beint á efnisyfirlit síðunnar

EM garpa í sundi

03.09.2018

Í gær hófst Evrópumeistaramót garpa í sundi. Mótið er haldið í Slóveníu, við bestu mögulegu aðstæður. Tveir Íslendingar keppa á mótinu þær Björg Kristófersdóttir sem keppir í 50 metra bringusundi, 50 metra skriðsundi og 100 metra bringusundi og Guðmunda Ólöf (Mumma Lóa) Jónasdóttir sem keppir í 50 metra skriðsundi og 100 metra skriðsundi. Þeim til halds og trausts er dóttir Bjargar Anna Þórðardóttir Bachmann.

Á mótinu starfa tveir íslenskir dómarar þau Sigurþór Sævarsson og Viktoría Gísladóttir. Einnig er formaður SSÍ að störfum á mótinu en hann er varaformaður garpanefndar LEN.

Björg keppir í dag í 50 metra bringusundi og má gera ráð fyrir að greinin hennar byrji ca. kl. 12:00 á íslenskum tíma. Á morgun keppa þær báðar Björg og Mumma Lóa í 50 metra skriðsundi (ca. kl. 11:30), Mumma Lóa keppir svo í 100 metra skriðundi á fimmtudag (ca. 12:45) og Björg á svo síðasta orðið á föstudag í 100 metra bringusundi ( ca. 12:15)

Á opnunarhátíðinni í gær var Sigurþór fánaberi og Viktoría var fenginn til að fara með eiðstaf f.h. dómara á mótinu.

Íslensku metin í þeim greinum og aldursflokkum sem þær stöllur keppa í eru: 

50 m Skriðsund

Aldur                   Nafn                           Félag   Tími       Staður       Dags

65 - 69     Guðmunda Ólöf Jónasdóttir UMSB 00.43.40 Búdapest 15.08.17

100 m Skriðsund

65 - 69     Guðmunda ólöf Jónasdóttir UMSB 01.35,90 London     28.05.16

50 m Bringusund

65- 69       Ragna María Ragnarsdóttir Ægir  01.06.89 Reykjavík 05.10.2013

100 m Bringusund

65- 69       Ragna María Ragnarsdóttir Ægir 02.31.43 Reykjavík 05.10.2013

Dagskrá, úrslit og aðrar upplýsingar um mótið má finna hér

Myndir með frétt

Til baka