Mumma Lóa og Björg í 50m skriðsundi
04.09.2018
Til bakaÞær Guðmunda Ólöf Jónasdóttir og Björg Hólmfríður Kristófersdóttir syntu báðar 50 metra skriðsund saman í riðli í dag hér í Slóveníu, Mumma Lóa á braut 2 á tímanum 0:45,25 og Björg á braut 7 á tímanum 0:43,98.
Garpametið í 50 metra skriðsundi í þeirra aldursflokki, 65-69 ára á Mumma Lóa frá því á HM garpa í Búdapest í fyrra, en það er 0:42,40.
Myndin er af þeim stöllum eftir sundið í dag.