Mælingadagur 8.september
14.09.2018
Til bakaRagnar Guðmundsson frá optimizar - sportstestcenter mætti aftur hingað til lands um síðustu helgi og tók mjólkursýru-mælingar á afrekssundfólkinu okkar.
Þessar mælingar hafa mælst mjög vel fyrir hjá sundfólkinu og þjálfurum þeirra. Ragnar ákvað einnig að taka æfingu með hópnum til að fara aðeins betur yfir "Anaerobic" ( loftfirrt) hluta þjálfunar hjá sundfólkinu.
Þessi æfing kom mjög vel út og voru sundmenn og og þjálfarar virkilega ánægðir með að fá svona góða leiðsögn hjá Ragnari, þetta var góður endurmenntunar dagur fyrir alla aðila.
SSÍ mun halda áfram þessari vinnu með Ragnari og verður næsti mælingadagur væntanlega í febrúar. Næsti hópur verður valinn eftir ÍM25, en það verða þeir sem ná inn í
Tokyo 2020, NM og HM25.