Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lið staðfest á Bikar 2018

28.09.2018

Liðin sem keppa munu um Bikarmeistaratitilinn í sundi í ár hafa nú verið staðfest.

Bikarkeppni SSÍ fer fram í 6 brauta innilaug Sundlaugar Kópavogs dagana 5. og 6. október í samvinnu við Sunddeild Breiðabliks.  

Þau lið sem tikynntu þátttöku og hafa verið samþykkt til keppni í 1. deild eru Sundfélag Akraness, Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþróttabandalag Reykjanesbæjar, Sundfélag Hafnarfjarðar, Ungmennasamband Kjalarnesþings og Sundfélagið Ægir. Öll munu þau taka þátt í bæði karla- og kvennaflokki og því fullskipað í 1. deild.

Þau lið sem tilkynntu þátttöku og hafa verið samþykkt til keppni í 2. deild eru Sunddeild Breiðabliks og Sundfélagið Óðinn. Þá sóttu ÍBR, ÍRB og SH um fyrir B-lið til þátttöku í annarri deildinni og hefur stjórn SSÍ samþykkt umsóknirnar. Öll þessi lið keppa í karla og kvennaflokki. 

Keppt verður í stigakeppni liða í karla- og kvennaflokki en stig eru gefin samkvæmt stigatöflu Alþjóðasundsambandsins, FINA. Hvert lið má tefla fram tveimur keppendum í hverja grein og má hver keppandi synda 3 einstaklingsgreinar, auk boðsunda. Geri keppandi ógilt má lið senda varamann í lok mótshluta til að synda viðkomandi grein. 

Sundfélag Hafnarfjarðar er ríkjandi Bikarmeistari í báðum flokkum og verður spennandi að sjá hvort þau verji titilinn í ár!

Til baka