Beint á efnisyfirlit síðunnar

Starfsfólk á Bikar 2018

02.10.2018

Bikarkeppni SSÍ fer fram í innilaug Sundlaugar Kópavogs dagana 5. og 6. október í samstarfi við Sunddeild Breiðabliks.

Skráning dómara og annars starfsfólks er nú í fullum gangi en þau sem hafa áhuga á að dæma á mótinu eru beðin um að senda póst á skraningssimot@gmail.com.

Allir aðrir geta skráð sig beint í starfsmannaskjalið (google docs) sem hefur verið gert aðgengilegt á Bikarsíðunni. 

8 lið eru skráð til keppni í tveimur deildum ásamt þremur B-liðum og er það á ábyrgð þátttökuliða að tryggja að næg starfsmannaskráning náist á SSÍ mót. 

Tímaáætlun mótshluta má sjá hér

Bikarsíðan

Til baka