Bikarkeppni SSÍ 2018 lokið - SH Bikarmeistarar bæði í karla og kvennaflokkum
Þá er Bikarkeppni SSÍ 2018 lokið. Mótið fór fram í Kópavogslaug. Sundfélag Hafnarfjarðar vann bikarmeistaratitlinn bæði í karla- og kvennaflokkum líkt og í fyrra, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Til hamingju SH.
Í Bikarkeppninni eru stig veitt samkvæmt gildandi stigatöflu FINA. Stigahæsta kvennalið og stigahæsta karlaliðí 1. deild hljóta sæmdarheitið BIKARMEISTARI ÍSLANDS Í SUNDI í kvenna- og karlaflokkum og gripi þá sem keppt er um. Einnig skal verðlauna það lið sem hreppir 2. sætið í 1. deild.
Á sama hátt skal verðlauna tvö efstu liðin í 2. deild. Veita skal viðurkenningu til stigahæsta kvennaliðs og stigahæsta karlaliðs keppninnar í hverri deild.
Í 2. deild varð Sunddeild Bfreiðabliks efst í karlaflokki en í kvennaflokkið vann Sundfélagið Óðinn.
Samkvæmt reglum SSÍ þá fellur Sundfélagið Ægir niður í 2. deild bæði í karla- og kvennaflokkum og lið Umsk fellur einnig í kvennaflokki. Upp í fyrstu deild koma í þeirra stað Sunddeild Breiðabliks í karlaflokki og Sundfélagið Óðinn og Sunddeild Breiðabliks í kvennaflokki.
Stigastaða í lok móts var eftirfarandi:
1. deild karla
- ----- Sundfélag Hafnarfjarðar - BIKARMEISTARAR 15.333 stig
- ----- Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 12.210 stig
- ----- Íþróttabandalag Reykjavíkur 10.362 stig
- ----- Sundfélag Akraness 9.723 stig
- ----- Ungmennasamband Kjalarnesþings 8.841 stig
- ----- Sundfélagið Ægir 8,.377 stig
1. deild kvenna
- ----- Sundfélag Hafnarfjarðar - BIKARMEISTARAR 14.554 stig
- ----- Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 13.995 stig
- ----- Íþróttabandalag Reykjavíkur 12.748 stig
- ----- Sundfélag Akraness 9.534 stig
- ----- Sundfélagið Ægir 8.476 stig
- ----- Ungmennasamband Kjalarnesþings 4.554 stig
2. deild kvenna
- ----- Sundfélagið Óðinn 13.083 stig
- ----- Breiðablik 12.943 stig
- ----- B - lið Sundfélags Hafnarfjarðar 11.196 stig
- ----- B - lið Íþróttabandalags Reykjavíkur 9.689 stig
- ----- B - lið Sundfélagsins Óðins 7.901 stig
2. deild karla
- ----- Breiðablik 13.087 stig
- ----- B - lið Sundfélags Hafnarfjarðar 14.251 stig
- ----- B - lið Íþróttabandalags Reykjavíkur 9,437 stig
- ----- Sundfélagið Óðinn 6.212 stig