Snæfríður hóf keppni á YOG í 100m skriðsundi
08.10.2018
Til bakaSnæfríður Sól Jórunnardóttir synti í undanrásum í 100 metra skriðsundi á tímanum 57:22 og varð hún í sjötta sæti í sínum riðli. Besti tími Snæfríðar er 56:33.
Hún endaði í 21 sæti af þeim 45 sem syntu 100m skriðsund en það eru 16 fyrstu sem komast áfram í undanúrslit. Snæfríður á eftir að keppa i 200m skriðsundi og 50m skriðsundi.