Beint á efnisyfirlit síðunnar

Brynjólfur og Karen Mist syntu í dag í Buenos Aires

09.10.2018

Brynjólfur Óli Karlsson synti 50m baksund í dag á tímanum 28:02, besti tími hans í greininni er 27:51.

Síðasti tími inn í undanúrslit var 26:48, þess má geta að frá þriðja sæti að nítjánda sæti syntu allir sundmennirnir á 26+ sekúndum svo mjótt var á milli sundamanna.

Karen Mist Arngeirsdóttir synti 100m bringusund á tímanum 1:15:43, besti tími hennar er 1:13:55, síðasti tíminn inn í undanúrslit var 1:11:31.

 

Til baka