Beint á efnisyfirlit síðunnar

Extramóti SH lauk í dag

21.10.2018

Extramót SH lauk um hádegisbilið í dag í Ásvallalaug í Hafnarfirði og náðu margir sundmenn  góðum árangri, margir náðu að synda sig inn á ÍM25 og á Norðurlandameistarmótið sem haldið verður í Finnlandi í desember. 


250 sundmenn frá 16 félögum komu saman í Hafnarfirði um helgina í  þessu síðasta móti fyrir Íslandsmeistaramótið sem  fer fram eftir þrjár vikur í Ásvallalaug.

14 sundmenn náðu lágmörkum fyrir Norðurlandameistaramótið sem haldið verður í Finnlandi í byrjun desember.

Birnir Freyr Hálfdánarsson frá SH setti tvö ný Íslandsmet í sveinaflokki í 100m flugsund og 100m fjórsund.

Bestan árangur og stigahæstu sundmennirnir voru Eydís Ósk Kolbeinsdóttir frá ÍRB í 400m skiriðsund í 4.25.02 (692 stig) og Dadó Fenrir Jasminuson (SH) í 100m skriðsund í 0.49.90 (730 stig).

Einnig voru 5 mótsmet sett á mótinu og voru þau sem hér segir: 

Dadó Fenrir Jasminuson, SH, 50m skriðsund, 100m skriðsund
Kristinn Þorarinsson, Fjölnir, 100m fjórsund, 50m baksund
Patrik Viggó vilbergsson, Breiðablik, 1500m skriðsund

https://live.swimrankings.net/22539/index.html

Til baka