Arna Þórey og Mladen nýir verkefnastjórar SSÍ
22.10.2018SSÍ hefur ráðið þau Örnu Þóreyju Sveinbjörnsdóttur og Mladen Tepavcevic sem verkefnastjóra við uppbyggingu landsliða í sundi. Markmið SSÍ með ráðningu þeirra er að tryggja að yfirstandandi kynslóðaskipti í afrekshópum SSÍ verði sundíþróttinni til framdráttar og þau beini kröftum sínum fyrst og fremst á uppbyggingu yngri landsliða til að byrja með.
Markmiðið er að Ísland eigi sundfólk í fremstu röð á unglingamótum (NMU, EMU, HMU, EYOF, YOG) og á NM, EM, HM og Smáþjóðaleikum. Þau munu taka að sér undirbúning fyrir Tokyo 2020 og vinna að því að Ísland sendi kröftuga sveit sundfólks á Ólympíuleika í París 2024 og í Los Angeles 2028.
Þau Arna og Mladen skipta fyrst í stað með sér 80% stöðu en samkvæmt samningum sem undirritaðir voru við þau í dag er gert ráð fyrir að verkefnin aukist strax á næsta ári þannig að þau verði komin í a.m.k. 100% stöðu um mitt næsta ár. Þau munu að auki halda áfram þjálfunarstörfum í sínum félögum.
Arna Þórey er 44 ára fyrrum afrekskona í sundi, íþróttakennari að mennt og margreynd í sundþjálfun og er nú yfirþjálfari Sunddeildar Breiðabliks. Hún er gift Karli Pálmasyni pípulagningarmeistara og sundþjálfara og eiga þau fjögur börn sem öll hafa stundað sundíþróttina með góðum árangri.
Mladen er 42 ára fyrrum afreksmaður og Ólympíufari í sundi, íþróttafræðingur og sundþjálfari til 15 ára. Hann þjálfar nú afrekshóp SH. Mladen er kvæntur Ana Tepavcevic og eiga þau þrjú ung börn sem öll stunda sund.
Nýskipaðar nefndir
Stjórn SSÍ hefur skipað nýja Landsliðsnefnd, en í henni sitja nú:
Magnús Tryggvason formaður,
Ágúst Júlíusson afreksmaður í sundi,
Bjarney Guðbjörnsdóttir sundþjálfari,
Erla Dögg Haraldsdóttir Ólympíufari,
Ingi Þór Ágústsson sundþjálfari og
Málfríður Sigurhansdóttir sem sinnt hefur ýmsum hlutverkum innan sundhreyfingarinnar.
Ingibjörg Helga Arnardóttir framkvæmdastjóri SSÍ mun starfa með nefndinni auk þess sem Emil Örn Harðarson mótastjóri SSÍ mun koma að afmörkuðum málum.
Hlutverk Landsliðsnefndar er að vera bakhjarl verkefnastjóra, gera tillögur til stjórnar SSÍ um málefni tengd landsliðum og gæta að hagsmunum sundfólks í landsliðum SSÍ. Nefndin ber ásamt verkefnastjórum, ábyrgð á vali sundfólks í landsliðsverkefni SSÍ og fjallar um forsendur þátttöku í landsliðsverkefnum.
Þá hefur verið skipuð ný Þjálfaranefnd SSÍ, en hlutverk hennar er m.a. að vera rödd starfandi þjálfara gagnvart SSÍ. Hún er stjórn SSÍ, landsliðsnefnd og verkefnastjórum til ráðgjafar þegar kemur að lágmörkum, uppbyggingu og útbreiðslu sundíþrótta á Íslandi. Í nefndina voru skipuð þau:
Klaus Jürgen-Ohk SH, formaður,
Guðmundur Hafþórsson Sf. Ægir,
Jacky Pellerin Sd. Fjölnis,
Ragnheiður Runólfsdóttir Sf Óðni og
Steindór Gunnarsson ÍRB.
Fyrir hönd stjórnar SSÍ mun Bjarney Guðbjörnsdóttir sitja í nefndinni.
Ofangreindar tvær nefndir, ásamt verkefnastjórum og stjórn SSÍ bera ábyrgð á að framfylgja metnaðarfullri afreksstefnu SSÍ sem samþykkt var á Sundþingi á síðasta ári.
Frá því að Jacky Pellerin tók að sér landsliðsþjálfun fyrir SSÍ stuttu fyrir Ólympíuleikanna 2008, hafa vinnubrögð og áherslur í afreksstefnunni breyst í takt við það sem gerist annarsstaðar í heiminum. Í kjölfarið hefur SSÍ gert áætlanir lengra fram í tímann og verið betur í stakk búið til að takast á við eðlilegar breytingar s.s. kynslóðaskipti og slíkt. Það er von stjórnar SSÍ að þessi vinna skili sér á jákvæðan hátt inn í störf nýrra verkefnastjóra SSÍ og að landslið Íslands í sundi þróist áfram með þeim hætti að öll þjóðin geti fylgst stolt með.
Afreksstefna SSÍ
Sameiginlegt markmið sundhreyfingarinnar er að Íslendingar eigi hverju sinni afreksfólk í sundi sem skipar sér á bekk með þeim bestu í sundheiminum. Markmiðið er tryggja möguleika afrekssundfólks framtíðarinnar til að ná settu marki, stuðla að bættum aðstæðum sundfólks og auka íslenska þjálfunarkunnáttu. Í því felst að efla hæfni og færni allra þeirra sem koma að afreksstarfi sundhreyfingarinnar í nútíð, en ekki síður þeirra sem vinna fyrst og fremst við uppbyggingu framtíðar afreksfólks í sundi. Til þess að ná markmiðum sínum setur sundhreyfingin sér tímabundnar og markvissar áætlanir um frammistöðu á stórmótum. Sundsamband Íslands mótar tímasett markmið og kynnir þau fyrir sundhreyfingunni og afrekssviði ÍSÍ. SSÍ stefnir til langframa að því að styrkja getu einstaklinga og félaga til að vinna að langtímamarkmiðum í afrekssundi. Ásamt því ber að meta keppnisárangur sem skref til aukinna afreka. Leggja þarf mikla áherslu á að efla þekkingu þjálfara í sundhreyfingunni á öllum sviðum þjálfunar og uppbyggingar afreka í sundi.
Landslið Íslands í sundi – uppbygging og áherslur
Sundsamband Íslands setur landsliðshópum markmið og viðmið. Gera þarf kröfur á sundfólkið um að setja sér markmið og áætlun um hvernig hægt er að ná þeim. Landsliðsþjálfari/Verkefnastjóri og landsliðsnefnd SSÍ aðstoða sundfólkið og félagsþjálfarana í þessari vinnu. Þá þarf einnig að kynna sundfólkinu áætlanir SSÍ og verkefnastöðu hverju sinni þannig að sundfólkið fái nægan tíma til að undirbúa sig. Jákvæð hvatning og samstarf sambands, landsliðsþjálfara og sundfólksins er lykill að velgengni á alþjóðlegum vettvangi í sundi.
Unglingalandslið Íslands – uppbygging og áherslur
Lögð verður áhersla á að sérhver sundmaður sem kemst í unglingalandslið Íslands í sundi fái skilmerkilega og jákvæða kynningu á því hvað þátttaka í verkefnum unglingalandsliðsins felur í sér. Þetta felur m.a. annars í sér kynningu á tröppugangi/röðun verkefna miðað við aldur og kynning á árangursmarkmiðum.
Almennt starf í kringum unglingalandslið
Lágmörk fyrir verkefni, val á þjálfurum og dagsetningar fyrir undirbúning/æfingabúðir eiga að liggja fyrir 15. ágúst ár hvert. Lágmörk fyrir verkefni á tímabilinu ágúst til desember eins og NMU, eiga að liggja fyrir 1.febrúar ár hvert. Mikilvægt að þjálfarar sem koma að verkefnum unglingalandsliðs vinni saman og séu meðvitaðir um hvaða sundmenn koma til greina í ákveðin verkefni. Samstarf þjálfara á að vera til þess fallið að stuðla að framgangi sundmannsins í áframhaldandi verkefnum. Verkefnastjórar hafa yfirumsjón með heildarverkefninu.
Mælanleg markmið til 2028
Með góðu móti er hægt er að mæla hversu margir íslenskir sundmenn eru meðal 100 bestu í heiminum, hversu margir meðal 50 bestu, 30 bestu, 20 bestu og 10 bestu. Einnig er hægt að nota Evrópulista til hins sama. Slík viðmið eiga fyrst og fremst að vera úr löngu brautinni en þó er rétt að halda slíkt bókhald úr stuttu brautinni einnig, bæði til samanburðar en ekki síður til að hvetja sundfólkið. Þá er auðvelt að mæla hverjir og hversu margir komast í úrslit á mótum erlendis og á verðlaunapall td á EM og HM. Frekari mælanleg markmið gætu verið fjöldi sundmanna með lágmörk á ÓL og hversu margir ná í úrslit á ÓL. Þá má ekki gleyma því að lágmarksárangur til þátttöku á ÓL ætti að vera betri en á HM og EM. Mælanleg einstaklingsmarkmið eru til að mynda bæting á besta tíma á alþjóðlegum stórmótum eða í minnsta kosti bæting á besta tíma yfirstandandi tímabils. Við íslendingar erum umtöluð fyrir agað mótahald og höfum gott orð á okkur þegar kemur að alþjóðlegum mótum hér heima. Því er rétt að nota aðeins tíma sem nást á viðurkenndum alþjóðlegum mótum þegar þessi markmið eru gerð upp, hvort sem er alþjóðlegum mótum hér heima, erlendis eða á HM, EM og ÓL. SSÍ sér til þess að afrekaskrá sé viðhaldið og uppfærð á reglubundinn hátt. Samningur hefur verið gerður við Swimrankings þar sem gott aðgengi er á upplýsingum aftur í tímann sem skiptir 5 máli við skipulagningu á afreksstarfi. Það hefur einnig hvetjandi áhrif fyrir sundfólkið að fylgjast með hvernig það raðast á alþjóðlega lista með tíma sína. Góð samskipti við fjölmiðla skipta einnig máli því það er til lítils að setja markmið ef þau vekja ekki áhuga þeirra sem eiga að fylgjast með. Þess vegna er mikilvægt að tengja saman mótadagskrá SSÍ og markmiðssetningu SSÍ og sundfólksins við mögulega fjölmiðlaumfjöllun.
Skilgreining afreka í sundi
Afreksmaður í sundi er hver sá sundmaður sem stenst ákveðin viðmið við heimsafrekaskrá í sundi. Afreksefni telst það sundfólk sem ekki hafa náð jafn langt og afreksfólkið en talið að með markvissri og mikilli þjálfun geta skipað sér á bekk með þeim bestu. SSÍ axlar ábyrgðina á því að halda úti afreksstefnu í sundi en þó er öllum ljóst að sundhreyfingin verður að standa sameiginlega undir þeirri ábyrgð ásamt SSÍ. Félög og einstaklingar þurfa að hafa ríkan metnað til að ná langt, vera tilbúin að leggja áætlanir sínar fram í upphafi og axla þá ábyrgð sem fylgir því að framkvæma slíkar áætlanir og gera þær upp í lokin. Ástundun er forsenda afreka – ástundun er forsenda þátttöku Öll vinna að því að ná settu marki á að vera innan siðferðisgilda íþrótta. Það ber að stefna að því að ástundun afrekssundfólks sé hluti af lífsmunstri og þau ár sem það helgar íþróttum krafta sína komi það ekki niður á þroska þess og undirbúningi að takast á við lífið að íþróttaferli loknum. Ástundun ásamt skýrum markmiðum er forsenda fyrir því að sundfólk hafi tækifæri til þátttöku í landsliðsverkefnum og er forsenda fyrir því að sundfólk geti unnið til afreka og skipað sér á bekk með þeim bestu. Markviss ástundun og stöðugleiki í umhverfi sundfólksins ásamt viðunandi starfsumhverfi og faglegum vinnubrögðum þeirra sem aðstoða sundfólkið á hverjum tíma er ávísun á góða uppskeru og árangur í framtíðinni.
Til bakaMarkmiðið er að Ísland eigi sundfólk í fremstu röð á unglingamótum (NMU, EMU, HMU, EYOF, YOG) og á NM, EM, HM og Smáþjóðaleikum. Þau munu taka að sér undirbúning fyrir Tokyo 2020 og vinna að því að Ísland sendi kröftuga sveit sundfólks á Ólympíuleika í París 2024 og í Los Angeles 2028.
Þau Arna og Mladen skipta fyrst í stað með sér 80% stöðu en samkvæmt samningum sem undirritaðir voru við þau í dag er gert ráð fyrir að verkefnin aukist strax á næsta ári þannig að þau verði komin í a.m.k. 100% stöðu um mitt næsta ár. Þau munu að auki halda áfram þjálfunarstörfum í sínum félögum.
Arna Þórey er 44 ára fyrrum afrekskona í sundi, íþróttakennari að mennt og margreynd í sundþjálfun og er nú yfirþjálfari Sunddeildar Breiðabliks. Hún er gift Karli Pálmasyni pípulagningarmeistara og sundþjálfara og eiga þau fjögur börn sem öll hafa stundað sundíþróttina með góðum árangri.
Mladen er 42 ára fyrrum afreksmaður og Ólympíufari í sundi, íþróttafræðingur og sundþjálfari til 15 ára. Hann þjálfar nú afrekshóp SH. Mladen er kvæntur Ana Tepavcevic og eiga þau þrjú ung börn sem öll stunda sund.
Nýskipaðar nefndir
Stjórn SSÍ hefur skipað nýja Landsliðsnefnd, en í henni sitja nú:
Magnús Tryggvason formaður,
Ágúst Júlíusson afreksmaður í sundi,
Bjarney Guðbjörnsdóttir sundþjálfari,
Erla Dögg Haraldsdóttir Ólympíufari,
Ingi Þór Ágústsson sundþjálfari og
Málfríður Sigurhansdóttir sem sinnt hefur ýmsum hlutverkum innan sundhreyfingarinnar.
Ingibjörg Helga Arnardóttir framkvæmdastjóri SSÍ mun starfa með nefndinni auk þess sem Emil Örn Harðarson mótastjóri SSÍ mun koma að afmörkuðum málum.
Hlutverk Landsliðsnefndar er að vera bakhjarl verkefnastjóra, gera tillögur til stjórnar SSÍ um málefni tengd landsliðum og gæta að hagsmunum sundfólks í landsliðum SSÍ. Nefndin ber ásamt verkefnastjórum, ábyrgð á vali sundfólks í landsliðsverkefni SSÍ og fjallar um forsendur þátttöku í landsliðsverkefnum.
Þá hefur verið skipuð ný Þjálfaranefnd SSÍ, en hlutverk hennar er m.a. að vera rödd starfandi þjálfara gagnvart SSÍ. Hún er stjórn SSÍ, landsliðsnefnd og verkefnastjórum til ráðgjafar þegar kemur að lágmörkum, uppbyggingu og útbreiðslu sundíþrótta á Íslandi. Í nefndina voru skipuð þau:
Klaus Jürgen-Ohk SH, formaður,
Guðmundur Hafþórsson Sf. Ægir,
Jacky Pellerin Sd. Fjölnis,
Ragnheiður Runólfsdóttir Sf Óðni og
Steindór Gunnarsson ÍRB.
Fyrir hönd stjórnar SSÍ mun Bjarney Guðbjörnsdóttir sitja í nefndinni.
Ofangreindar tvær nefndir, ásamt verkefnastjórum og stjórn SSÍ bera ábyrgð á að framfylgja metnaðarfullri afreksstefnu SSÍ sem samþykkt var á Sundþingi á síðasta ári.
Frá því að Jacky Pellerin tók að sér landsliðsþjálfun fyrir SSÍ stuttu fyrir Ólympíuleikanna 2008, hafa vinnubrögð og áherslur í afreksstefnunni breyst í takt við það sem gerist annarsstaðar í heiminum. Í kjölfarið hefur SSÍ gert áætlanir lengra fram í tímann og verið betur í stakk búið til að takast á við eðlilegar breytingar s.s. kynslóðaskipti og slíkt. Það er von stjórnar SSÍ að þessi vinna skili sér á jákvæðan hátt inn í störf nýrra verkefnastjóra SSÍ og að landslið Íslands í sundi þróist áfram með þeim hætti að öll þjóðin geti fylgst stolt með.
Afreksstefna SSÍ
Sameiginlegt markmið sundhreyfingarinnar er að Íslendingar eigi hverju sinni afreksfólk í sundi sem skipar sér á bekk með þeim bestu í sundheiminum. Markmiðið er tryggja möguleika afrekssundfólks framtíðarinnar til að ná settu marki, stuðla að bættum aðstæðum sundfólks og auka íslenska þjálfunarkunnáttu. Í því felst að efla hæfni og færni allra þeirra sem koma að afreksstarfi sundhreyfingarinnar í nútíð, en ekki síður þeirra sem vinna fyrst og fremst við uppbyggingu framtíðar afreksfólks í sundi. Til þess að ná markmiðum sínum setur sundhreyfingin sér tímabundnar og markvissar áætlanir um frammistöðu á stórmótum. Sundsamband Íslands mótar tímasett markmið og kynnir þau fyrir sundhreyfingunni og afrekssviði ÍSÍ. SSÍ stefnir til langframa að því að styrkja getu einstaklinga og félaga til að vinna að langtímamarkmiðum í afrekssundi. Ásamt því ber að meta keppnisárangur sem skref til aukinna afreka. Leggja þarf mikla áherslu á að efla þekkingu þjálfara í sundhreyfingunni á öllum sviðum þjálfunar og uppbyggingar afreka í sundi.
Landslið Íslands í sundi – uppbygging og áherslur
Sundsamband Íslands setur landsliðshópum markmið og viðmið. Gera þarf kröfur á sundfólkið um að setja sér markmið og áætlun um hvernig hægt er að ná þeim. Landsliðsþjálfari/Verkefnastjóri og landsliðsnefnd SSÍ aðstoða sundfólkið og félagsþjálfarana í þessari vinnu. Þá þarf einnig að kynna sundfólkinu áætlanir SSÍ og verkefnastöðu hverju sinni þannig að sundfólkið fái nægan tíma til að undirbúa sig. Jákvæð hvatning og samstarf sambands, landsliðsþjálfara og sundfólksins er lykill að velgengni á alþjóðlegum vettvangi í sundi.
Unglingalandslið Íslands – uppbygging og áherslur
Lögð verður áhersla á að sérhver sundmaður sem kemst í unglingalandslið Íslands í sundi fái skilmerkilega og jákvæða kynningu á því hvað þátttaka í verkefnum unglingalandsliðsins felur í sér. Þetta felur m.a. annars í sér kynningu á tröppugangi/röðun verkefna miðað við aldur og kynning á árangursmarkmiðum.
Almennt starf í kringum unglingalandslið
Lágmörk fyrir verkefni, val á þjálfurum og dagsetningar fyrir undirbúning/æfingabúðir eiga að liggja fyrir 15. ágúst ár hvert. Lágmörk fyrir verkefni á tímabilinu ágúst til desember eins og NMU, eiga að liggja fyrir 1.febrúar ár hvert. Mikilvægt að þjálfarar sem koma að verkefnum unglingalandsliðs vinni saman og séu meðvitaðir um hvaða sundmenn koma til greina í ákveðin verkefni. Samstarf þjálfara á að vera til þess fallið að stuðla að framgangi sundmannsins í áframhaldandi verkefnum. Verkefnastjórar hafa yfirumsjón með heildarverkefninu.
Mælanleg markmið til 2028
Með góðu móti er hægt er að mæla hversu margir íslenskir sundmenn eru meðal 100 bestu í heiminum, hversu margir meðal 50 bestu, 30 bestu, 20 bestu og 10 bestu. Einnig er hægt að nota Evrópulista til hins sama. Slík viðmið eiga fyrst og fremst að vera úr löngu brautinni en þó er rétt að halda slíkt bókhald úr stuttu brautinni einnig, bæði til samanburðar en ekki síður til að hvetja sundfólkið. Þá er auðvelt að mæla hverjir og hversu margir komast í úrslit á mótum erlendis og á verðlaunapall td á EM og HM. Frekari mælanleg markmið gætu verið fjöldi sundmanna með lágmörk á ÓL og hversu margir ná í úrslit á ÓL. Þá má ekki gleyma því að lágmarksárangur til þátttöku á ÓL ætti að vera betri en á HM og EM. Mælanleg einstaklingsmarkmið eru til að mynda bæting á besta tíma á alþjóðlegum stórmótum eða í minnsta kosti bæting á besta tíma yfirstandandi tímabils. Við íslendingar erum umtöluð fyrir agað mótahald og höfum gott orð á okkur þegar kemur að alþjóðlegum mótum hér heima. Því er rétt að nota aðeins tíma sem nást á viðurkenndum alþjóðlegum mótum þegar þessi markmið eru gerð upp, hvort sem er alþjóðlegum mótum hér heima, erlendis eða á HM, EM og ÓL. SSÍ sér til þess að afrekaskrá sé viðhaldið og uppfærð á reglubundinn hátt. Samningur hefur verið gerður við Swimrankings þar sem gott aðgengi er á upplýsingum aftur í tímann sem skiptir 5 máli við skipulagningu á afreksstarfi. Það hefur einnig hvetjandi áhrif fyrir sundfólkið að fylgjast með hvernig það raðast á alþjóðlega lista með tíma sína. Góð samskipti við fjölmiðla skipta einnig máli því það er til lítils að setja markmið ef þau vekja ekki áhuga þeirra sem eiga að fylgjast með. Þess vegna er mikilvægt að tengja saman mótadagskrá SSÍ og markmiðssetningu SSÍ og sundfólksins við mögulega fjölmiðlaumfjöllun.
Skilgreining afreka í sundi
Afreksmaður í sundi er hver sá sundmaður sem stenst ákveðin viðmið við heimsafrekaskrá í sundi. Afreksefni telst það sundfólk sem ekki hafa náð jafn langt og afreksfólkið en talið að með markvissri og mikilli þjálfun geta skipað sér á bekk með þeim bestu. SSÍ axlar ábyrgðina á því að halda úti afreksstefnu í sundi en þó er öllum ljóst að sundhreyfingin verður að standa sameiginlega undir þeirri ábyrgð ásamt SSÍ. Félög og einstaklingar þurfa að hafa ríkan metnað til að ná langt, vera tilbúin að leggja áætlanir sínar fram í upphafi og axla þá ábyrgð sem fylgir því að framkvæma slíkar áætlanir og gera þær upp í lokin. Ástundun er forsenda afreka – ástundun er forsenda þátttöku Öll vinna að því að ná settu marki á að vera innan siðferðisgilda íþrótta. Það ber að stefna að því að ástundun afrekssundfólks sé hluti af lífsmunstri og þau ár sem það helgar íþróttum krafta sína komi það ekki niður á þroska þess og undirbúningi að takast á við lífið að íþróttaferli loknum. Ástundun ásamt skýrum markmiðum er forsenda fyrir því að sundfólk hafi tækifæri til þátttöku í landsliðsverkefnum og er forsenda fyrir því að sundfólk geti unnið til afreka og skipað sér á bekk með þeim bestu. Markviss ástundun og stöðugleiki í umhverfi sundfólksins ásamt viðunandi starfsumhverfi og faglegum vinnubrögðum þeirra sem aðstoða sundfólkið á hverjum tíma er ávísun á góða uppskeru og árangur í framtíðinni.