Góður fyrsti dagur á NM - Samantekt
Fyrsta keppnisdegi er nú lokið á Norðurlandameistaramótinu í Oulu í Finnlandi. Hér að neðan er samantekt yfir sund og frammistöðu dagsins.
200m skriðsund kvenna
Junior
Kristín Helga Hákonardóttir synti á 2:06,92 í undanrásum og í úrslitum synti hún á 2:05,61 sem gaf 6. sæti.
Senior
Brynhildur Traustadóttir synti á 2:08,69 í undanrásum og í úrslitum synti hún á 2:08,39, jöfn hinni Eistnesku Meribel Saar í 7. sæti.
Ragna Sigríður Ragnarsdóttir synti á 2:09,55, um sekúndu frá úrslitasæti.
200m skriðsund karla
Junior
Viktor Forafonov synti á 1:54,36 og í úrslitum á 1:54,22, 8. sæti.
Patrik Viggó Vilbergsson synti á 1:53,98 en skráði sig úr úrslitum þar sem hann synti 1500m skriðsund í beinum úrslitum í sama hluta.
Senior
Hafþór Jón Sigurðsson synti í beinum úrslitum á tímanum 1:56,99 sem skilaði 6. sæti.
100m bringusund kvenna
Junior
Ásdís Eva Ómarsdóttir synti á 1:11,36 og í úrslitum á 1:11,68 sem gaf 7. sæti.
Eva Margrét Falsdóttir synti á 1:15,45.
Senior
Karen Mist Arngeirsdóttir synti á 1:11,20 og í úrslitum á 1:10,10 og endaði í 6. sæti.
Sunna Svanlaug Vilhjálmsdóttir synti á 1:12,88 og í úrslitum á 1:12,45 og endaði í 7. sæti.
María Fanney Kristjánsdóttir synti á 1:13,41
100m baksund kvenna
Junior
Þura Snorradóttir synti á 1:07,19
Senior
Katarína Róbertsdóttir synti á 1:03,57 og í úrslitum náði hún 6. sæti á tímanum 1:03,85.
Steingerður Hauksdóttir synti á 1:04,85 og í úrslitum endaði hún í 7. sæti á tímanum 1:05,80.
Stefanía Sigurþórsdóttir synti á 1:05,76 (8. sæti en einungis tveir frá hverju landi mega synda í úrslitum)
Ásta Kristín Jónsdóttir synti á 1:05,88
Guðný Birna Sigurðardóttir synti á 1:06,98
Elín Kata Sigurgeirsdóttir synti á 1:08,08
100m baksund karla
Junior
Brynjólfur Óli Karlsson synti á 55,77 og í úrslitum á 55,84 sem skilaði 7. sæti.
Tómas Magnússon synti á 1:01,44
Fannar Snævar Hauksson synti á 1:01,68
Senior
Kolbeinn Hrafnkelsson synti í beinum úrslitum á tímanum 54,91 sem dugði í 3. sætið.
50m flugsund kvenna
Opinn flokkur
Katarína Róbertsdóttir synti á 28,35
Jóhanna Elín Guðmundsdóttir synti á 28,49
50m flugsund karla
Opinn flokkur
Kolbeinn Hrafnkelsson synti á 24,87
Viktor Forafonov synti á 26,55
200m fjórsund kvenna
Junior
Ásdís Eva Ómarsdóttir synti á 2:26,43 og í úrslitum á 2:28,25 sem skilaði 7. sæti.
Eva Margrét Falsdóttir synti á 2:29,12
Þura Snorradóttir synti á 2:29,88
Senior
María Fanney Kristjánsdóttir synti í beinum úrslitum á tímanum 2:21,93 og hafnaði í 6. sæti.
200m fjórsund karla
Senior
Hólmsteinn Skorri Hallgrímsson synti á 2:13,05 og í úrslitum á 2:11,11 – 8. sæti.
800m skriðsund kvenna (bein úrslit, hraðasti riðill eftir hádegi)
Junior
Kristín Helga Hákonardóttir synti á 9:20,39
Birna Hilmarsdóttir synti á 9:31,80
Senior
Eydís Ósk Kolbeinsdóttir synti á 9:03,02
Ragna Sigríður Ragnarsdóttir synti á 9:18,43
Brynhildur Traustadóttir synti á 9:24,28
1500m skriðsund karla (bein úrslit, hraðasti riðill eftir hádegi)
Patrik Viggó Vilbergsson synti á 15:42,63 og náði 3. sæti í greininni.
Þá var komið að boðsundum.
Í 4x100m skriðsundi kvenna í Junior flokki lenti íslenska sveitin í 6. sæti á tímanum 4:01,59. Sveitina skipuðu þær Kristín Helga, Birna, Ásdís Eva og Regína Lilja Gunnlaugsdóttir.
Sveitin í senior flokknum synti á 3:52,31 og endaði í 5. sæti. Þær Jóhanna Elín, Ragna Sigríður, Katarína og Guðný Birna skipuðu sveitina.
Karlamegin synti junior sveitin á tímanum 3:35,21 sem skilaði 5. sæti. Fannar Snævar Hauksson, Viktor, Brynjólfur og Patrik Viggó skipuðu sveitina.
Í senior flokki syntu þeir Aron Örn Stefánsson, Hafþór Jón, Kolbeinn og Hólmsteinn Skorri á tímanum 3:31,38 og enduðu í 6. sæti.
Góður dagur að kvöldi kominn og mörg fín sund hjá krökkunum í dag.
Keppni í undanrásum hefst aftur kl. 7:00 að íslenskum tíma í fyrramálið.