Beint á efnisyfirlit síðunnar

HM liðið komið til Kína

07.12.2018

Ísland á 4 keppendur á HM25 í sundi sem fram fer í Hangzhou í Kína dagana 11-16. desember.

Í fylgd með keppendum eru þau Klaus Jürgen-Ohk þjálfari, Hörður J. Oddfríðarson og Bjarney Guðbjörnsdóttir fararstjórar og Unnur Sædís Jónsdóttir sjúkraþjálfari. Fulltrúar SSÍ munu einnig sækja ráðstefnu FINA sem haldin er áður en mótið hefst.
Hópurinn flaug út í gærmorgun en Anton Sveinn McKee hitti restina af liðinu í Peking, áður en flogið var á mótsstað.

Hér eru upplýsingar um greinarnar hjá okkar fólki:

Anton Sveinn McKee, SH
Þriðjudagur 11. des – 100m bringusund
Föstudagur 14. des – 200m bringusund
Laugardagur 15. des – 50m bringusund

Dadó Fenrir Jasminuson, SH
Fimmtudag 13. des – 50m skriðsund
Laugardag 15. des – 100m skriðsund

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, SH
Föstudag 14. des – 50m baksund
Laugardag 15. des – 50m skriðsund

Kristinn Þórarinsson, Fjölni
Þriðjudagur 11. des - 200m fjórsund
Fimmtudagur 13. des – 100m fjórsund og 50m baksund

Öll náðu þau lágmörkum á Íslandsmeistaramótinu í 25m laug í Hafnarfirði fyrir tæpum mánuði síðan.

Hér er hægt að lesa meira um keppendur Íslands:

http://www.sundsamband.is/landslid/hm25-2018/

Myndir með frétt

Til baka