9 Íslendingar í úrslitum á NM í dag
Annar dagur á Norðurlandameistaramótinu í Oulu í Finnlandi fór ágætlega af stað í morgun.
Undanrásir eru búnar en þau sem synda til úrslita í dag má sjá hér að neðan.
Kristín Helga Hákonardóttir, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Hólmsteinn Skorri Hallgrímsson synda 100m skriðsund.
Katarína Róbertsdóttir og Jóhanna Elín fara 100m flugsund.
Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, María Fanney Kristjánsdóttir og Patrik Viggó Vilbergsson synda 400m fjórsund áður en Kolbeinn Hrafnkelsson og Brynjólfur Óli Karlsson synda 50m baksund.
Þá er íslenska liðið með eina sveit í 4x200m skriðsundi kvenna, bæði í junior og senior flokkum og eina sveit karlamegin í junior flokki.
Úrslitahlutinn hefst kl. 14:30 að íslenskum tíma en hægt er að fylgjast með streymi frá mótinu og úrslitum hér: https://www.livetiming.se/superlive.php?cid=4128
Samantekt með úrslitum dagsins kemur svo inn í kvöld.