Samantekt eftir úrslit annars dags á NM
Samantekt eftir úrslit annars dags á NM í Oulu í Finnlandi
Krístín Helga byrjaði úrslitin á 100m skriðsundi. Hún var aðeins hægari en í morgun og endaði í 8 sæti.
Jóhanna Elín átti frábært sund, bætti sinn besta tíma og endaði í 5 sæti.
100m skrið karla
Hólmsteinn Skorri átti frábært sund og bætti sinn besta tíma og endaði í 8 sæti.
100m flugsund kvenna
Katarína átti frábært sund, bætti sinn besta tíma og náði sér í brons eftir frábæra keppni.
Jóhanna nálægt sínum besta tíma, virkilega flott sund hjá henni og endaði hún í 7 sæti.
400m fjórsund kvenna
María Fanney átti mjög gott sund og alveg við sinn besta tíma endaði í 5 sæti.
Eydís aðeins frá sínum tíma og endaði í 6 sæti.
400m fjórsund karla
Patrik Viggó bætti sinn besta tíma og átti mjög gott sund og endaði í 7 sæti.
50m baksund karla
Kolbeinn jafnaði sinn besta tíma og endaði í 4 sæti eftir mjög jafna keppni.
Brynjólfur Óli var við sinn besta tíma og endaði í 8 sæti.
4x200 skriðsund kvenna
Yngri stelpurnar stóðu sig vel og allar að synda við sína tíma. Þær enduðu í 5 sæti.
Eldri hópurinn synti vel og endaði í 5 sæti.
4x200m skriðsund karla
Þar vorum við bara með yngri sveit og enduðu þeir í 5 sæti.
Frábær dagur að baki. Mikið um bætingar sérstaklega nuna í úrslitum. Hér er hægt að sjá öll úrslit dagsins, tíma og dagskrá.
Undanrásir hefjast aftur kl. 7:00 í fyrramálið að íslenskum tíma.