NM 2018 lokið - flottur árangur hjá liðinu
Norðurlandameistaramótinu í sundi lauk nú í kvöld í Oulu í Finnlandi. Íslenski hópurinn hefur staðið sig gríðarlega vel þessa þrjá daga á mótinu og segir Arna Þórey, annar þjálfara í ferðinni að hópurinn hafi verið Íslandi til sóma með frammistöðu og liðsheild.
Hér fyrir neðan má lesa skýrslu frá Örnu eftir þennan síðasta úrslitahluta.
50m skriðsund kvenna
Jóhanna Elín átti frábært sund, synti á sínum besta tima og endaði í 6. sæti.
200m baksund kvenna
Ásta Kristín synti aðeins frá sínum besta tíma.
Þura átti gott sund og var rétt við sinn besta tima.
Katarína átti gott sund og synti til úrslita á sínum besta tíma og endaði í 4 sæti.
Guðný Birna náði sér þvi miður ekki á strik og var aðeins frá sínum tíma.
Stefanía átti mjög gott sund og synti í úrslitum á sínum besta tíma og endaði í 5 sæti.
200m baksund karla
Tómas átti ágætt sund og endaði í 14 sæti.
Brynjólfur Óli var rétt við sinn besta tíma og synti til úrslita og endaði í 6 sæti á sínum besta tíma.
200m bringusund kvenna
Karen Mist átti gott sund og synti til úrslita á sínum besta tíma og endaði í 4 sæti.
Sunna Svanlaug bætti tímann sinn síðan í morgun og endaði í 7 sæti.
María Fanney var aðeins frá sínum besta tíma.
Eva Margrét átti ágætt sund og gerði enn betur í úrslitum og var rétt við sinn besta tíma.
Ásdís átti mjög gott sund synti mjög vel, í úrslitum bætti hún sinn besta tíma og endaði í 6 sæti.
400m skriðsund
Regína Lilja náði sér ekki alveg á strik og var aðeins frá sinum besta tíma.
Adele var aðeins frá sínum besta tíma.
Kristín Helga synti mjög vel í morgun og var rétt við sinn besta tíma og synti einnig mjög vel í úrslitum og endaði í 6 sæti.
Birna synti mjög vel í morgun og var rétt við sinn besta tíma.
Eydís átti mjög gott sund í morgun og var rétt við sinn besta tíma en náði sér ekki á strik í úrslitasundinu og endaði 7 sæti.
Brynhildur náði sér því miður ekki á strik og var töluvert frá sínum besta tíma.
Ragna Sigríður var töluvert frá sínum besta tíma í undanrásum en gerði aðeins betur í úrslitum og endaði 8.
200m flugsund karla
Brynjólfur Óli gerði því miður ógilt.
200m flugsund kvenna
Elín Kata átti mjög gott sund og endaði fimmta.
Gunnhildur var rétt við sinn besta tima og endaði í 6. sæti.
María Fanney var alveg við sinn besta tíma og endaði fjórða.
4x100m fjórsund junior.
Þær áttu allar frábært sund en sveitina skipuðu Þura Snorradóttir, Ásdís Eva Ómarsdóttir, Kristín Helga Hákonardóttir og Birna Hilmarsdóttir.
4x100 fjórsund senior
Þær áttu mjög gott sund en sveitina skipuðu Steingerður Hauksdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir, Katarína Róbertsdóttir og Jóhanna Elín Guðmundsdóttir.
4x100m fjórsund karla junior. Þeir áttu mjög gott sund. Sveitina skipuðu Brynjólfur Óli, Aron Þór, Viktor og Patrik Viggó.
4x100m fjórsund karla eldri gerðu því miður ógilt.
8x50 blandað skriðsund.
Frábært og skemmtilegt sund. Í sveitinni voru Aron Örn, Kolbeinn, Brynjólfur Óli, Patrik Viggó, Jóhanna Elín, Kristín Helga, Katarína og Ásdís Eva.
Frábær dagur í dag, mikið um persónulegar bætingar og hópurinn alveg frábær.
Öll úrslit og upplýsingar er hægt að sjá á úrslitasíðu mótsins: https://www.livetiming.se/results.php?cid=4128