Beint á efnisyfirlit síðunnar

Þriðji og síðasti úrslitahluti NM

09.12.2018

Þriðji og síðasti úrslitahlutinn er hafinn á Norðurlandameistaramótinu í Oulu í Finnlandi. Eftirfarandi sundfólk á sæti í úrslitum en 5 íslenskar boðsundssveitir synda svo í lok hlutans. 

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir byrjar á 50m skriðsundi áður en Katarína Róbertsdóttir og Stefanía Sigurþórsdóttir synda 200m baksund í senior flokknum.

Brynjólfur Óli Karlsson syndir einnig 200m baksund í úrslitunum en svo fara þær Ásdís Eva Ómarsdóttir, Eva Margrét Falsdóttir, Sunna Svanlaug Vilhjálmsdóttir og Karen Mist Arngeirsdóttir 200m bringusund.

Í 400m skriðsundi synda þær Kristín Helga Hákonardóttir, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir og Ragna Sigríður Ragnarsdóttir en karlamegin synda þeir Patrik Viggó Vilbergsson og Hafþór Jón Sigurðsson 400m skrið.

í 200m flugsundi eru það þær María Fanney Kristjánsdóttir, Elín Kata Sigurgeirsdóttir og Gunnhildur Björg Baldursdóttir sem synda til úrslita.

Ísland á svo sveitir í öllum boðsundum dagsins. Í dag eru það 4x100m fjórsund karla og kvenna, bæði í senior og junior flokki en þegar því er lokið verður synt 8x50m skriðsund í blönduðum flokki.

Samantekt dagsins kemur svo inn eftir úrslitin í kvöld. 

https://www.livetiming.se/results.php?cid=4128&session=6
Til baka